Sunday, April 30, 2006

Hvað getur Paint gert fyrir þig ?


Þetta er hún Birna mín Hólmavíkurfari

og þetta er hún Vala okkar guðdómlega
og svo hann Tobbi kall!

Friday, April 28, 2006

''Þín fyrstu tár, þín fyrstu skref, þín fyrsta FRUNSA!''

Já takk fyrir ÖLL frunsuráðin!
Ég átti bara í erfiðleikum með að flokka ráðlin í stafrófsröð..svo mörg bárust inn!
Nei! Djók! Nú er Toni að vera kaldhæðin og gráglettinn. Því það bárust nákvæmlega engin ráð. Fólk er kannski ekki alveg að gera sér fyrir því hvað hefur gerst? Það er nú bara þannig að frunsan sem situr rétt milli nefs og vinstri, efrivarar hefur haft vinningin. Og það að ég skuli enn kalla þetta frunsu! ahah þvílýkur vitsmunaskortur!Því bölvaður áblásturinn hefur sótt svo veðrið í sig að engu er lýkara en helvítið sé lifnað við og komið langleiðina á það að fæða aðra andskotans frunsu, svona til félagsskapar í komandi elli. Já ég segi elli því ég sé ekki fram á annað (þar sem engin ráð bárust mér) að plága þessi ætli sér ekki eitt eða neitt nema þá kannski í ferðalag um allt andlit þar sem hver afkomandinn af öðrum ungar úr sér sambærulegu ógeði!



<--ÞESSU ER ÉG AÐ MISSA AF!!!

Já og þar sem frunsumerin hefur unnið þessa orustu ,og um leið unnið mér óverk mikið, þá sit ég hér einsamall á FÖSTUDAGSKVELDI, búinn að afbjóða mig í þessi fílelfdu partý sem mér hafði verið boðið í.Því hver vill fá hringjarann í Notre Dam eða þetta afskræmi sem ég er einmitt núna í partý til sín. Ekki myndi ég vilja það!
Svo nú sit ég einn heima og vil ég undirstrika á FÖSTUDAGSKVÖLDI, sitjandi í ljóta græna flaulsófanum, borðandi kalda pizzu frá því í gær,hlustandi á ''Í Reykjavíkurborg''...en þar segir einmitt ''Koma tímar koma ráð'' . Ekki að sá texti eigi kannski vel við akkurat núna því ekki fékk ég nein frunsuRÁÐ nema þá kannski frá Rutlu sem sagði mér að bera á melluna tannkrem og það gerði ég en það olli mér einungis brunakenndum sársauka og aukinni útbreiðslu beljunar. En takk samt Ruta mín. Þetta virkar líkast til sem skildi ef maður notar Collgate.

Annars er ég að pæla að fara að sofa þar sem akkurat núna lít ég svona út!:

nema kannski að ég er ekki dökkhærð kona,nota linsur og ekki svona ógeðslega yfirborðskenndur og ósamkvæmur sjálfum mér að þykjast finnast það cool að hafa svona ógeð framaní mér!

Thanx guys!

Toni Trippatróða

FRUNSURÁÐ!


FLJÓT FLJÓT FLJÓT VANTAR GÓÐ RÁÐ VIÐ FRUNSU!!!!!!! NÚNA !

Wednesday, April 26, 2006

Aldrei fór ég suður helgin

Mér þykir það afskaplega leiðinlegt að myndirnar frá Vestfjörðum hafa verið svona lengi á leiðinni en þær urðu veðurteftar á Holtavörðuheiðinni! Þetta var mögnuð ferð sem verður án efa fljótt endurtekinn...eða eftir ár þegar ''Aldrei fór ég suður'' tónlistarhátíðin verður næst haldin.

Viktor,Andri,Birna og Rakel í næturkyrrðinni í Hólmavík

Því miður meikuðu ekki allar myndirnar að fara yfir heiðina svo sumar ætla að vinna á Brú í sumar en skili sér vonandi með leysungum um mitt sumar.Vonum það besta

Fólkið og félagarnir í gleðanum í kaldri sveitasælunni

Annars bið ég ykkur vel að njóta og fyrir þá sem bíða örvæntingafukllir eftir næstu klaufasögu af mér ... verða að bíða örlítið lengur þv´´i ég hef verið ansi varkhár á mínum afspyrnu klaufaskap þar sem morðtíðni í úthverfum fer hækkandi... veit ekki hvort þettar meikar sens en heyri í ykkur

PS: restin af myndunum er í myndaalbúminu!
Toni Tuðandi

Tuesday, April 25, 2006


Eins og ég sagði svo skírt og vel frá í seinustu viku á seinasta bloggi þá var einskonar þema/lagningadagavika þar sem fólk gat valið sér prógröm að kynnast við þeirra hæfi(1.mynd sést Keda velja sér work shop sem hæfir hennar getu og hugsun) Þetta var einstaklega gaman og lærðum við öll ofboðslega mikið um aðra kúltúra og leiklist frá öðrum löndum.(2.mynd Toni með líkani af mannslíkama til að sýna föt í verslun eða til að máta föt á)

Á fimmtudaginn ákváðum félagar (Keda og Toni) að kveikja enn meira gaman hjá samherjum vorum í bekknum og ákváðum að setja saman í svosem eitt gott glóðarsamkvæmi eða grillveislu. Þessu var vel fagnað þar sem sama dag hafði verið góður hiti í veðrinu og í kroppum vorum sökum ýmissa verklegra work shoppa (MTV Street Dance og ''lærðu Brecht tækni á 90 min'')sem sum okkar höfðum valið þennan blíðsumarsdag .Við steiktum Hawaiiíska hamborgara að hætti Ástrala en átti hún Ro frá Eyjaálfunni góðu heiðurinn af þessum ótrúlegu gómsætu borgurum sem einmitt má sjá ásamt meðlæti á 3.mynd.
Í grillteitinu var mikið hleigið og mikið talað um málefni listar og hversu æðislegt væri að vinna með hinum og þessum í bekknum...þetta venjulega fylleríshjal sem vill oft spinnast upp í fallegan,hlóðan grátur vegna fagurleika,hita,óraunveruleikatilfinningna en þá aðalega vegna ölvunnar. En þetta var fjörugt kvöldog allir í góðum gír.

Um fimm leyti næsta dag (föstudag) var svo haldið í annað teiti...en var þá verið að halda upp á að Þemavikan væri búin.Ekki það að hún hafi verið það leiðinleg að einhver hafi fundið sig knúinn til að halda upp á að leiðindin væri búinn..þið vitið hvað ég meina. Eins konar uppskeruhátíð.


Hér sést Toni á leið í teiti í feiknagóðum gír

Daginn eftir teitið vaknaði ég í agalegri andlegri fátækt af sökum geysimikillar þynnku en þá mun ég hafa kæst er ég steig útí sólbaðaðan aldingarðinn minn þar sem biðu mín álíka skrautlegir vinir bíðandi með nýskorna ávexti sem svo losuðu um þynkuna í miðstöð taugakerfis míns sem seinna skilaði sér í fljótandi formi á snyrtingu á knæpu einni í London.




Eftir þessa ávaxtaveislu sem samanstóð af 4 treggáfuðum listanemum var haldið í lítinn bæ er berið nafnið Bromley þar sem fóru fram ýmis fatakaup fyrir afmæli Bjarganna síðar um kvöldið.


Ég á leið til Bromley í tvísýnu ástandi


En svo um kvöldið fór ég svo til Bjargana í mergjað partý.
Þessar myndir eru prófun á nýrri tækni sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir að væri til staðar þar sem hún var það ekki á gamla 90´s blogginu mínu. Vona að ykkur líkar það vel og endilega látið vita hvað ykkur finnst um þetta allt saman því breytingar geta oft tekið á andlegu hliðinni.


fyrstu myndirnar eru í vitlausri röð en ef þið teljið ykkur góðum gáfum gædd þá ættuð þið að fatta þetta!

Monday, April 24, 2006

boðun nýrra tíma!

Verið hjartanlega velkomin á þessa nýju blog-síðu nýrra tíma...sumartíma...þáttur í rás tímans sem markar veruleg umskipti í lífi hvers bloggara og annara -ara eða líkt og góðvinur minn Bubbi söng eitt sinn: ''Sumarið er tíminn er Toni fer á stjá''


Aðalega erum við hér saman stödd vegna sínöldrandi vinstúlku minnar, Katrínar og hefur hún fundið það að, að hin eldri blogsíða mín, sé mér heldur betur til háborinnar vansæmdar og sneypu og að fólk sé almennt farið að dæma mig fyrir rafræn skrif mín á heldur púkalegri síðu sem hvorki er í samræmi né hefur svip af nýjustu tísku í síbreytilegum tískuheimi. En nú er komið nóg af rismiklum skrifum þó gaman sé öðru hverju að snúa sér frá tilbreytingarleysi orða sem tilheyra orðagljáfri sem skal vera í nánum tenglsum hverjum einstaklingu dag frá degi!

Ef þetta blogg gengur ekki þá er það bara aftur gamla góða!

Hlakka til!

Toni Túrban
commenting and trackback have been added to this blog.