Tuesday, September 12, 2006

Ég kveð ykkur vinir með ást í hjarta og ónýta lifur!

jæja þá sit ég hér heima hjá mér í Hafnafirðinum á Íslandi hlustandi á 90´s Techno tónlist í seinasta skipti í smá tíma því á morgun flyst ég í 2. skipti til London.

Skrítið að það sé komið ár síðan ég byrjaði og að um áramótin þá verði ég hálfnaður. Þegar maður var í grunn/menntaskóla þá leið veturinn svo ósköp hægt en nú þegar maður er að gera eitthvað sem manni hefur alltaf langað að gera þá líður þetta óþægilega hratt...of hratt. Ef seinasti vetur var besti vetur lífs míns þá held ég að þessi verði miklu betri...ekki það að við erum að fara gera enn meira krefjandi hluti í skólanum heldur einnig það að ég fer í skiptinám til Madridar. Og ekki bætir úr skák að í 2 tíma lestarfjarlægð munu þær hnátur Ólöf og Sól búa ...eða í Barcelona. Þetta verður svo andskoti magnað að ég fæ pre-cum! Vá!

En nóg með það ....

Í kvöld ætla allar skynsamlegar verur að hittast á þeim frábæru skemmtibúllu Belly´s(er þetta ritað svona) og samgleðast lífinu,drekka öl og styðja bróður hennar Ólafar í Rock Star, hann Magna! Þeir sem vilja koma er guðssvovelkomnir ...líka ef þið viljið kveðja Tona þá er það líka velkomið. Býst samt við að ég verði kominn aftur hingað í vetrafríinu þar sem ég á pantaðan tíma í Lasermeðferð á fésinu þar sem kellingin upp í Domus Medica náði að hræða mig illilega þegar hún missti út úr sér við aðstoðarkonu sína,þegar þær voru að skoða mig:''helduru að þetta sé sortuæx...''

Allavega fer á morgun,allir að koma í kvöld!

PS Það eru komnar myndir!

PPS fæ ekki netið í nýju íbúðina fyrr en síðar meir ... svo það er bara að hringja ef það er eitthvað...allavega fyrstu dagana!


Takk fyrir mig vinir mínir...þið voruð frábær í sumar og elska ykkur !


Toni Tips

Friday, September 08, 2006

DONT USE DRUGS !

ok veit að það er glatað að vera að böggast yfir þessu en ég er sár.. verulega sár!
Mér finnst nebbla svo gaman að skrifa en ég veit ekki hvort það tekur því ef engin drattast til að lesa það sem ég rita og plús þá segir engin neitt í kommentunum eins og þið séuð bara tilfinningalausar krakkmellur í pappakassa og séuð búin að láta ríða úr ykkur heilann og eina fróun ykkar á meðan hnjakkast er á snjóhvítum,veiklulegum líkama ykkar er smókurinn úr seinustu sígarettunni í pakkanum!

Ekki nota dóp og vera mellur...lesið heldur blogg og kommentið!


PS. ég er sko með fullt af klikkuðum myndum frá seinustu helgi en ég ætla að nota myndirnar sem dóp á ykkur...ekkert komment ..engar myndir! HAHAHA OG ÞIÐ SÖGÐUÐ AÐ ÉG VÆRI VALDALAUS!


KV TONI TÓTALÍ

Monday, September 04, 2006

United (93) we´ll defeat them!

Var á United 93 í gær og ætlaði sko að blogga um hana í gær en var í of miklum andlegum hrærigraut eftir hana að ég hefði bara farið hamförum og hent tölvunni útí garð eða eitthvað. Allavega þá hugsaði ég bara með mér''nei Antoine...þú verður að hafa stjórn á þér ...þú verður að blogga um myndina þegar þú vaknar á morgun!!!'' og svo fór að upp í rúm...segi ekki að sofa því svoleiðis var sjokkið mikið eftir myndina að ég lá andvaka í 3 tíma!

Hinsvegar þegar ég vaknaði í morgun ...hmm..eða kl 14:13 þá var nú aðeins búið að renna af mér tilfinningagrauturinn og ég fór að hugsa um myndina á annan hátt. Eitt það sem mér finnst nú skrítnast við myndina er það ... að farþegarnir í myndinni höfðu allt í einu fattað það að þau væru öll hvort sem er að fara að deyja að þá væri eins gott að deyja hetjulega og stöðva hryðujuverkamennina frá því að lenda á Hvíta húsinu og drepa enn fleiri. Svo þau fara öll að finna vopn og allir eru grennjandi og þau plana og plana og plana og allan tímann meðan þau eru að plana þá er auðveldasta lausnin beint fyrir framan þau... eða öllu heldur aftan þau! Helvítis hurðin! Í staðin fyrir að finna alla tiltæka smjörhnífa,slökkvutæki og sjóða vatn í potta til að sigrast á djöflunum þá hefðu þau bara getið opnað hurðina og látið allt heila klabbið sogast út í móa!...en neiii! Þau urðu að taka Hollívúúd á þetta og leika Rambóa. Og þá fór ég meira að hugsa...hmmm... hvernig veit fólkið eða öllu heldur leikstjórinn hvað gerðist nakvæmlega í vélinni. jú það er vitað að þau hringdu flest (þeir sem voru á 1. farrými) í ættingja sína en allur þessi hetjuskapur...eins og hann var sýndur í myndinna efast ég um að hefi gerst svona. Er verið að ýta undir þjóðarátak í Ameríku...sameinuð stöndum ver móti hryðuverkamönnum...eða öllu heldur Aröbum! United (93) we stand! Mér fannst hryðjuverkamennirnir algjörlega málaðir sem skrattinn upp á vegg. Það var ekkert sýnt hvaðan þeir komu, hvaða heilaþvott þeir fengu í píslavottabúðunum í Afganistan og svo þá þjálfun í Þýskalandi fyrir flugránið. Það var eins og saga Arabana skipti ekki máli...það sem þeir gerðu var óútskýranalegt...eða kannski var það alveg skýranlegt..kannski var alveg hægt að skýra út afhverju þeir gerðu þetta hefði leikstjórinn ákveðið að byrja myndina kannski 2 árum fyrr í stað þess að byrja myndina löduhægt og sýna fólk á gangi á flugvöllum og karla í flugstjórnunarklefum og þeirra daglega líf fyrstu 60 min af myndinni. En svo er það það.... ef leikstjórinn hefði fókusað meira á hryðuverkamennina og einning sýnt hetjuskap þeirra(að deyja fyrir málstað Allah er talinn vera hetjuskapur í Múhameðstrú..Islam)hefði Universal Pictures sýnt myndina?Hefði það komið sér vel fyrir amerísku ríkisstjórnina?

Veit ekki alveg hvað ég á að halda eða hvað ég er að skrifa...en mér fannst myndin sjálf frábærlega góð og vel gerð þó ég hefði viljað að sjá eitthvað af bakgrunn þeirra ''seku''


Toni Talíbani