Helgin er búin að vera mjööög góð og yndisleg þrátt fyrir kláðasaman sunnudagsendi.
Á föstudag var hélt ég mér bara í heimahverfinu, maður er að fara heim í 3 mánuði svo ég ákvað að eyða kveldinu með skólavinununm. Fórum á The Black Horse sem er alveg einn sá besti fótboltabullustaður sem ég hef farið á. Karl átti afmæli og er það víst siður í Ameríku ,sem hann og er frá, að hella afmælisbarnið fullt af drykkjum...blönduðum saman í eina stóra könnu. Þó að Karl sé stór maður og mikill þá átti hann í mestu vandræðum að þamba áfengissullið svo kannan var látin ganga á skarann sem drakk viljugur og fylgdi því galsi mikill og hálfkæringur.

Slegin niður af Hr Bakkusi Vínandasyni

Truflaði ræðu Karl með myndatöku

Það er víst í mikilli tíski í Japan að varalita sig með bláu m&m
Svo fór laugardagsmorguninn,sjálfur lýðveldismorguninn í æfingu fyrir frumsýningu og almennan svefngalsa

Toni og Keda í lýðveldisgalsa
Að lýðveldis kveldi komnu hélt hópur af úrvals íslendingum til N-London þar sem fórum við í Hampstead Heat Park sem er staðsettur upp á hárri hlíð og þar sátum við langt fram eftir nómbu með alla Lundúnaborg í útsýni syngjandi íslensk trallaralög með bjór í lendum.Þetta var voða gaman og þá sérstaklega þegar hópur á táningsgengi kom til okkar og spurði okkur hvort við vildum vera með þeim í að gera human pyramid sem við svo auðvitað gerðum:


Útsýnið yfir borgina frá garðinum

Ég í garðinum og er þetta ekki fluga á bakinu á mér?
En þó svo að gleðin og landsást mikil hafi verið í gangi og fólk að átta sig á nýjum blóðtengslum og gegnum hinar og þessar Siggur og Guðmunda þá voru það ekki nú aldeilis ekki einu blóðtengslin sem voru í gangi því í skjóli nætur þá flögruðu um okkur þúsundir flugna sem kalla sig The Mosquitos, blóðþyrstar,smávaxnar vampírur í leit að próteinmiklum sopa sem næra mun framtíðar flugubörn þeirra sem munu svo sjálf halda áfram þúsund ára gamalli hefð sinni að sjúga óumbeðið blóð saklausra einstaklinga á framabraut! Fyrsti blóðbanki Jarðarinnar!
Allavega var sunnudagurinn aldeilis ekki kláðalaus því ég vaknaði svona!:

Um 140 bit á höndum og baki!!!

kláðinn er án gríns óbærilegur!!
En svona var nú seinasta helgin í Lundúnum: Kreisí og Kláðasöm
Bið að heilsa
No comments:
Post a Comment