Wednesday, November 01, 2006

Ísland..gamla Ísland!

Þessi kuldi!Þessi kuldaboli!Þessi skortur á hlýu loftslagi og hlýju viðmóti ÍSlendinga!

Jæja þá er maður kominn heim í kuldann og volæðið. Sit núna hér á bókhlöðu þjóðarinnar og skrifa lokaorðin í þessa 4000 orða ritgerð sem ég hef verið að dunda mér við að skrifa. Ég sagði hérna að ofan að það væri skortur hlýlegu fasi í þessu landi og það er ekkert djók. Í útlandinu heldur maður hurð opinni ef maður sér að einhver er að koma...þó svo að viðkomandi sé enn að leggja bílnum sínum og sé í hjólastól og blindur! ...hérna heima þó skellir fólkinu bókstóflega á mann og hrækir svo í augað á manni og ætlast til að MAÐUR segir sorry fyrir að vera fyrir!

Ohh en það er fallegt hérna á sumrin...ohh sumrið er ekki enn búið í London en það er að klárast.Þegar ég kom heim til Íslands hafði verið um 18 stig og svo bara -3 gráður hérna. ÞETTA ER SVO VONLAUST! kannski að það sé þessvegna sem við erum að kaupa allt í Englandi...við stefnum á því að kaupa landið eins og það leggur sig á endanum og alltsaman í því og svo flytjum við öll 320 þús þangað og skiptum um fána svo við fáum aðeins lengra sumar en skiljum Pólverjana eftir á ''gamla landinu'' og förum svo í vetrafrí yfir á ''gamla landið'' þar verða svona pakkferðir þar sem við kynnum börnunum okkar fyrir Pólverjunum og þau fá svo að hrækja í augun á þeim líkt og við gerðum við hvort annað í forðum en það breyttist allt þegar við keyptum England og urðum nær meginlandinu og urðum siðfáguð.

Sé ykkur
Toni Tækifærisskáld

No comments: