Saturday, June 24, 2006

Í nafni Frægðar, Frama og Fjarlægðra landa

VÁ!

Mikið er þetta skrítið. Fyrsta árið búið. Fyrsta árið af langþráðum draumi búið og bara 2 ár eftir!Soldið skrítið en þessir 10 mánuðir voru svo snöggir...eiginlega alltof snöggir að líða.


Lokasýningin var geggjuð...hafa vinir og ókunnugir verið að segja mér hægri vinstri. Fólk fokking dýrkaði hana og mér er alveg sama þótt ég segi sjálfur frá því hún var það og við anskotinn hafi það áttum það skilið að afreka frábæra sýningu eftir brjálað strit og púl frá níu til níu alla daga vikunar í fimm vikur!Nemendur og aðrir gangandi menn sögðu almennt að þetta hefði verið ein besta sýning á árinu og að leikurinn hefði verið betri en sá leikur sem við má búast af mörgum útskrifuðum nemendum! Vááá ég var í svo mikilli sigurvímu og spennusjokki eftir lokasýninguna í gær að eftir seinasta atriðið og eftir að við yfirgáfum sviðið við mikil fagnaðarlæti fulls sal þá hljóp ég einn niður að vatni og íhugaði um komandi framtíð sem virtist, í sigurvímunni ansi björt! Hahaha hljómar kannski skringilega en þetta er búið að vera svo mikið stress og svo allt allt öðruvísi og stærra en það sem maður hefur verið að gera heima á Íslandi að smá íhugun eftir án efa bestu sýningu sem maður hefur leikið í er ekkert annað að skinnsamlegur hlutur!

En núna verður maður að snappa sig back á jörðina því þetta var eins og ég segi bara fyrsta lokasýning eftir fyrsta árið og 2 ár eftir og nóg eftir að læra og ég hlakka bara til!

Elska ykkur og vonandi mun ég hitta sem flest ykkur í kvöld!

Er að fara að drífa mig að pakka og svo upp á flugvöll!

Kv Toni Tortíming

Wednesday, June 21, 2006

Generalprufan fáránlega góð!


Á dag var generalprufa sem gékk alltof alltof vel... var mögnuð!
En sagt er að ef generalprufan sé geggjuð verður frumsýningin það ekki!

Vonum að engalarnir veru okkur góðir...leiklistarenglarnir.

Hugsið til mín kl 19.00 á morgun (18.00 á íslenskum tíma)

Monday, June 19, 2006

The Mosquitos...hættulegt gengi!

Hæ hó og jibbí jei og jibbí jeii ég hef verið bitinn af flugum!


Helgin er búin að vera mjööög góð og yndisleg þrátt fyrir kláðasaman sunnudagsendi.

Á föstudag var hélt ég mér bara í heimahverfinu, maður er að fara heim í 3 mánuði svo ég ákvað að eyða kveldinu með skólavinununm. Fórum á The Black Horse sem er alveg einn sá besti fótboltabullustaður sem ég hef farið á. Karl átti afmæli og er það víst siður í Ameríku ,sem hann og er frá, að hella afmælisbarnið fullt af drykkjum...blönduðum saman í eina stóra könnu. Þó að Karl sé stór maður og mikill þá átti hann í mestu vandræðum að þamba áfengissullið svo kannan var látin ganga á skarann sem drakk viljugur og fylgdi því galsi mikill og hálfkæringur.













Slegin niður af Hr Bakkusi Vínandasyni

Truflaði ræðu Karl með myndatöku

Það er víst í mikilli tíski í Japan að varalita sig með bláu m&m


Svo fór laugardagsmorguninn,sjálfur lýðveldismorguninn í æfingu fyrir frumsýningu og almennan svefngalsa



Toni og Keda í lýðveldisgalsa




Að lýðveldis kveldi komnu hélt hópur af úrvals íslendingum til N-London þar sem fórum við í Hampstead Heat Park sem er staðsettur upp á hárri hlíð og þar sátum við langt fram eftir nómbu með alla Lundúnaborg í útsýni syngjandi íslensk trallaralög með bjór í lendum.Þetta var voða gaman og þá sérstaklega þegar hópur á táningsgengi kom til okkar og spurði okkur hvort við vildum vera með þeim í að gera human pyramid sem við svo auðvitað gerðum:


Útsýnið yfir borgina frá garðinum

Ég í garðinum og er þetta ekki fluga á bakinu á mér?


En þó svo að gleðin og landsást mikil hafi verið í gangi og fólk að átta sig á nýjum blóðtengslum og gegnum hinar og þessar Siggur og Guðmunda þá voru það ekki nú aldeilis ekki einu blóðtengslin sem voru í gangi því í skjóli nætur þá flögruðu um okkur þúsundir flugna sem kalla sig The Mosquitos, blóðþyrstar,smávaxnar vampírur í leit að próteinmiklum sopa sem næra mun framtíðar flugubörn þeirra sem munu svo sjálf halda áfram þúsund ára gamalli hefð sinni að sjúga óumbeðið blóð saklausra einstaklinga á framabraut! Fyrsti blóðbanki Jarðarinnar!

Allavega var sunnudagurinn aldeilis ekki kláðalaus því ég vaknaði svona!:


Um 140 bit á höndum og baki!!!

kláðinn er án gríns óbærilegur!!

En svona var nú seinasta helgin í Lundúnum: Kreisí og Kláðasöm

Bið að heilsa

Tuesday, June 13, 2006

Mellodrama

allt á hundrað hér á bæ og ekki ætlar hitinn að vera okkur góður!

Æfingarnar eru nú komnar upp í 14 tíma á dag og er það bara fjör enda skemmtilegt leikrit en hádramatískt og alvarlegt




Toni og Keda í Rose Bruford garðinum/á æfingu, hápunktur verksins og dramatíkin ætlar að þeyta þakinu af!



verð að fá mér svefn í kollinn!

var að láta fullt af nýjum myndum! skrollið ´niður síðunni og þá finnið þið þær!

Friday, June 09, 2006

''ég er leilklistarnemi og ég brosi í gegnum svitann''

Rosalega vellur af mér svitinn!

Hér í Lundúnum er hitabylgja!Síðustu 4 daga er búið að vera stækja og hitinn í kringum 24 til 29 gráður og á að vera svoleiðs alla næstu helgi og svo alla næstu viku...þeir sjá víst ekki fyrir endanum á þessu þarna hjá veðurstofu BBC.Við höfum þurft að æfa leikritið utandyra og svo nýtur maður sólina einnig voða vel þegar bíða þarf eftir æfingu en eins og flest allir vita sem æft hafa leikrit þá er oft á tíðum mikil bið sem felst í æfingarferlinu.

Annars gengur all í kringum og leikritið sjálf afar vel fyrir utan merina hana Nadiru sem heldur að hún tróni yfur okkur öll hin í leiklistarhæfilekum því hjólastólaleikstýran þarf alltaf að fæða hana vel hnitnum kommentum hversu frábær leikkona hún sé því annars nennir hún ekki að performa og fer að senda sms til kóngsins í Úspekistan og lætur reka öryrkjann EN þegar Nadira sér ekki til gefur hún okkur hinum ýmiss merki um hversi illa henni líkar við hnátuna með tilheyrandi gibblingum og látbrögðum.

En núna ætla ég að drífa mig á pöbbinn og svolgra einum köldum og éta pizzu með.

ps elsku vinir kommentið!
Toni Taðbrúni

Sunday, June 04, 2006

''Drink and turn off your mobile'' !!!

Í gær var seinasta og í alvöru núna, seinasta skrallið í London. Núna verð ég í skólanum frá 8-22 á kvöldin alla daga, eða svona hér um bil OG allar helgar.

Í gær var mjög gaman... en ég gerði stór stór stóóóór mistök... þannig er nú það á æfingu á föstudaginn þá ákvað hjólastólaleikstýran að taka eina línu af mér því hún sagði að hún passaði betur þegar einhver drusla sagði hana....ég segi drusla því Nadira fékk línuna mína...og ekki bara einhverja línu heldur uppáhaldslínuna mína í öllum þessum 4955 mónalogum sem ég þarf að drullast til að læra. Mér hefði verið rottusama ef einhver annar hefði fengið línuna en NADIRA er ekki rass.. hún er frá bloody Úspekistan eða einhvað ólíka ómerkilegt og talar og talar um hvað hún eigi bágt því landið hennar fór einu sinni í stríð árið 354 f.kr eða eitthvað og eftir það hafi ekkert breyst og svo kom Kommúnstinn og tröllreið öllu og fjölskyldu hennar og eitthvað hafa þau orðið illa úti því öll heila fammmmelían er í einhverju straffi frá landinu sínu... þetta held ég allavega að sé í gangi hjá þessum rugludalli því það skilur hana engin því hún talar svo rottuglataða ensku og það skilur heldur enginn afhverju hún komst inn í skólann en hún er víst af einhverjum Royal Sígunum svo það getur verið það...sem er btw glatað!

En áfram með söguna!

Ég var orðinn frekar hífaður í gær og fékk þá allt í einu þá hugljómun sem var svo augljóslega mergjuð í gær að eina leiðinn til að fá aftur þessa geðveiku setningu í minn hlut væri að taka upp símann og texta leikstjórann um hvað Nadira væri léleg og að það fattaði enginn neitt í henni því í fyrsta lagi nennti enginn að hlusta og í öðru lagi því hún talar svo rottulélega ensku og hvað ég gæti skilað þessari setningu milljón sinnum betur frá mér og so on...

Þetta sendi ég í gær og fattaði ekki fyrr en áðan hvað ég hafði gert! Ég veit ekki hvað ég á að gera ég er að deyja úr stressi ... æfing á morgun er að spá að enda líf mitt og drekka tvöfaldan naglahreinsi í Ajax en Keda og Jake segja að ég verði að hringja í hana og útskýra að þetta sé bara eitthvað séríslenskt einkenni... ''Drink and dial''einkennið eða meira svona í þessu tilfelli ''Drink and text your director and be the corny,self-righteous,hopeless and the ridiculous actor who wants his line back'' einkennið!!!

Ég held ég verði að hringja í hana núna ...get kannski boðist til að tæknivæða hana og kaupa lítinn mótor í hjólastólinn..kannski verður þá allt í lagi.

Kv Toni Trúnaðarvinur