Wednesday, January 10, 2007

Borg agans!

jæja þá er mar kominn með íbúð hérna á Plaze Espana(kann ekki að gera þetta bylgju N)
Við gætum ekki verið meira í miðbænum en þetta er svo huge miðbær að hann er líkast til í svipaðri stærð og RVK! RESAD (skólinn okkar) er einnig í miðbænum en alveg í hinum endanum við okkur svo það tekur okkur um 30 min að fara þangað með lestinni. En við erum ss í miðjum miðbænum...svona eins og að búa hmmm á Austurvelli þó svo að Hlemmur sé líka í miðænum.

Allavega þá er íbúðinn stór..eitthvað um 150 fm og við erum bara að borga um 23 þús kr á kjaft (erum 4) á mánuði!Ekki ýkja slæmt það. Samt er það farið að fara í taugarnar á mér þessar helvítis Internettengingar alltaf hreint!Þessi sem við erum með núna....hmm..sem við stelum núna næst ekki nema úti í gluggakistu inn í forstofunni...en þetta er breið og góð gluggakista sem hægt er að sitja við og svo spillir útsýnið ekki fyrir, er ég horfi yfir tölvuna mína horfi ég beint á borgaránna..man ekki alveg hvað hún heitir en hún er flott.

Skólinn er fantastica! Hann er án gríns svona 50 árum eftir í agareglum en það er bara enn betra...þrátt fyrir að dagurinn í dag (sem BTW byrjaði kl 9 og var að klárast núna fyrir hmm... klukkutíma eða 22:30)hafi verið ansi strembinn þar sem verið er að dæma okkur hvaða ár hæfi getu okkur í tækni,leiklist,dansi,líkamlegum burðum og söng. Og ég eins og ég er heppinn fékk ég sýkingu í taug í stórutánna daginn fyrir dæminguna og þurfti að fara á spítala og svo mætti ég í fyrstu prufuna í morgun sem var prufa í contempory dance og ballet(kann ekkert í ballet en við lærum nútímadans í London) og ég bara á spænsku ''hei hérna er vottorð frá lækni og get ég bara fengið að horfa á'' og svo sagði hún bara að hér væri það hún sem dæmdi mig ekki ég hana og svo átti ég bara að drífa mig inn í búningsklefa og skipta um föt því prufan byrjaði eftir 2 min!

Vá en ég elska svona aga....þetta er alveg svona Fame dæmi á milljón.

En heiii ætlað fara að bera eitthvað Íbófensmyrsli á tána á mér.

Lifið heil og öguð!

ps.Nýja spænska númerið mitt er 00-34-6710039584

pps. myndir úr jólafríinu fara að koma og svo myndir héðan frá Madrid


Ykkar Toni Tá

No comments: