Kæru vinir nær og fjær ... þó aðalega fjær!
Eftir að hafa setið í bíó seinasta sunnudagskveld og fengið ''köllun skapara alls'' í formi taugalosts og oföndunar þá hef ég ákveðið, eftir mikla yfervegun og íhugun að ''cut back'' í drykkjarsiðum mínum þá er varða þanín vökva er inniheldur etanól.
Ég reyndi á þennan nýja sið minn hér í Lundúnarborg í gærkvöld þar sem kærir félagar mínir voru hvað allir undir áhrifum Bakkusar Þá var hvað mesta táp og fjör á mér og vildi ég ólmur halda dansskemmtuninni áfram þó svo ég súpti aðeins af vatni einu saman allt kveldið. Ég var s.s. skemmtilegur ! já sei sei og sveiattan segja kannski sumir en auðvitað er þetta bara tímabundin prófun eða þar til ég kem heim í sumar svo örvæntið ei kæru vinir.
Tony the Pony will return elfdur og öflugur!
Kær kveðja
Toni Toppform
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Nei ég brjálast ..... er þetta þá í alvöru hægt ???
þetta er búið ... ég datt i það í gær... ég á mér enga von!
Þetta er sjúkdómur en ekki hobbý kallinn minn. Deal with it.
Post a Comment