Monday, March 19, 2007

''...eða allar rásir uppteknar...''

Ég skammast mín fyrir minnisleysi mitt og hversu oft hugsun mín er bara almennt fyrir utan þjónustusvæðis!

á laugardaginn var mikill hiti hérna í Madríd og fórum við með bekknum og kennurum í El Pikknikkós hérna í konunglega garðinn sem er einmitt bara hérna beint fyrir utan gluggann minn ... jæja það er ekki frá sögu færandi að nema hvað að um kveldið örkum við í heimahús einnar hnátunar sem hafði ákveðið að halda smá teiti. og þar er alveg voða gaman og allir að dansa og eitthvað og svo hringir hann síminn minn og er það hún móðir mín góð sem er bara að minna mig á það AÐ HÚN EIGI AFMÆLI! ég er nú svo heiladauður og gleyminn að ég veit ekki hvert ég á að fara ... eða kannski MAN ÉG BARA EKKI HVERT Á AÐ FARA! Þetta er nú ekkert miðað við það þegar systir mín hringdi einusinni í mig og ég spurði hana hví þessi læti og hamargangur væru í kringum hana og þá tilkynnti hún mér að hún væri stödd í 30. afmæli....SÍNU EIGIN 30.AFMÆLI!



En fyrir utan þennan gríðalega skort á minni þá er nú bara allt gott að frétta. Er búinn að panta far heim og verður það 5.apríl og svo 23. apríl aftur til London. Veit nú samt ekki hvort ég muni sjá ykkur eitthvað ... allavega ekki mikið á skrallinu því miðað við húðlit og hár held ég að falli best í kramið hjá ''djömmurum'' er halda sig og stöðum fyrir neðan Lækjartorg... neeeee sjást!



Toni Tónfall

No comments: