jiiiiii!
ég ákvað að vera klikk smart og fara yfir í sumarþemað ... s.s. sumarþema á bloggsíðuna en það bara eyddust öll komment út. Svo nú get ég sagt að það hafi verið að minnsta kosti 23 komment á færslu!
Annars er allt fáránlegt að frétta. Eins og glöggir lesendur ættu að vita að þá er ég að gera directingverkefni sem á að sýna á föstudaginn og halda svo 5 min fyrirlestur um verkefnið eftir sýninguna fyrir fullt leikhús á eftir. Fyrirlesturinn gengur svona mis... allavega gengur hann, en þar sem ég lennti með glötuðustu grúbbu í sögu leiklistar, er það BTW umtalað, þá gengur leikstjórnin ekki! Á fimmtudaginn týndi ég disknum (íslenskur diskur,fæst ekki í Lundúnum) með aðallaginu í sýningunni en það átti að bjargast þar sem Ingi, vinur minn sem er í skólanum var staddur á Íslandi og gat ég því látið múttu kaupa eitt stikki, færa Inga og svo mydi Ingi færa mér... en nei nei ! Loks er Toni fær diskinn og er bara JEEEESSS! ÞETTA ÆTLAR AÐ REDDAST! þá er lagið sem ég þarf rispað! Sko ekkert allur diskurinn heldur uppá sekúndu bara það lag sem mér vantaði af helvítis disknum! Ekki nóg með að vera ekki með tónlistana reddý og það er tæknirennsli á morgun heldur var mér kynnt að leikmyndin mín hefði TÝNST! OK hefði verið skiljanlegt ef leikmyndin hefði verið eitt stykki strokleður en neiiiiii!fjárans 35 metrar af líni ''TÝNDUST''! Svo minn bara fór í bersakgangi inn í leikmyndagerð og ''stal'' nýrri leikmynd...sem ég mun vonandi skila...
en já þetta er svona í megin dráttum hvað er að frétta af mér.
Tala við ykkur eftir meðferð
Toni Tapasér
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
HAHAHAHHAHAHHA
en óóóógeðslega funny
love you baby, get ekki beðið eftir að sjá þig gourie
Fyndið...
Post a Comment