Thursday, March 13, 2008

ég er ömurleg manneskja sem á sér ekki viðureisnar von!

var á labbi í göngum skólans í dag...geri það oft ef ég mæti kannski of snemma á æfingu og enginn sem ég þekki er nálægur... bara til að þykjast ver að gera eitthvað.Þykist líka oft vera að tala í símann um geðveikt skemmtilegt eða senda gervi sms...þannig lít ég líka út fyrir að vera kátari og athyglisverðari en ég í raun og veru er .

Hvað sem öðru líður þá sé ég hvar einn af yfirkennurum mínum nálgast. Manneskja sem mér líkar kannski ekkert allra best við. Ég ákvað að ef þessi ákveðni kennarinn myndi stoppa og tala eitthva við mig þá myndi ég taka hörðu týpuna á þetta. En ég vildi ekki vera bara eitthva að labba og líta út sem misheppnaður slæpingi og duglaus maður svo ég tók á það ráð að þykjast vera að tala í símann... á ÍSLENSKU.

Viti menn!

Kennarinn stoppar fyrir framan mig....svona fer svo fram ''samtalið'' okkar:

K:''hey antoine, how are you doing''

A:(er enn í símanum (á íslenku))''uuu..Siggi (frumleikinn í fyrirrúmi) ...hérna nenniru aðeins að bíða...það er hérna kominn algjör FÁBJÁNI sem að kennir mér, sem vill tala við mig og hann sér greinilega ekki að ég er í símanum!!!(var auðvitað að taka hörðu týpuna á þetta svo ég blótaði honum í sand og ösku í símann...á íslensku ...við ekki neinn)

K: How did the meeting with Monique go?

A: (heldur símanum aðeins frá andlitinu, samt með grettu í smettinu eins og hann megi greinilega ekki vera að þessu...leit líkast til meira út eins og ég væri með malaríu og þunnlífi á lokastigi!)''...uuu... it went fine...*hóst ASNI!!hóst*''(Veit ekki hví ég hóstaði meðan ég sagði formælinguna þar sem með maðurinn er klárlega ekki af íslensku bergi brotinn)

K:I did´nt get that sorry

A:''It went fine!!!'' (hreyti ég út úr mér eins og vanærð og illa siðuð gelgja sem komst ekki inn á busaballið á Broadway sökum fáklæðnaðar og almennrar heimsku)


(áður en síminn minn hringir þá víbrar hann snögglega áður en hann loks svo hringir...Í þessu beinskeitta en abstrakta samtali okkar finn ég hvar símin fer að víbra sem þýðir að innan skamms mun hann hringja og það má auðvitað alls ekki gerast þar sem ég á að vera að tala við hann SIGGA! og því þykist ég missa farsímann úr greipum mér og vona að batteríið muni detta út og stöðva þar með hringingun sem myndi valda mér mikilli vansæmt og vanlíðan en hvelvítis síminn fellur hinsvegartil jarðar með þeim afleiðingum að fronturinn á símanum fer einungis af...svo byrjar hann að hringja!)


K:(meðan ég í einhverjum satanískum djöfulsmóð reyni að yfirgnæfa hávaðasama hringinguna með ýmis konar kroppahljóðum og hósti)'' I´ll let you to it since you seem quite busy!''


Þannig fór nú það

það marg borgar sig að þjálfa ómjúku manngerðina örlítið áður maður leggst í svona stórar framkvæmdir!

Over and Out

Toni Taugabilun

4 comments:

Þorleifur Örn said...

HAHAHa, mjög funny...

Anonymous said...

Hahahahahahaha!

Finnur Guðmundarson Olguson said...

Aaa, fynd. Af þessum skrifum þínum að dæma virðistu ekki gera neitt þarna úti annað en sjálfan þig að fífli. Haltu því áfram svo við hin getum glaðst.

Anonymous said...

qay o vas m, sex. xgr z, yva auaghd! drku y knt dj.