Monday, March 10, 2008

Tímabundin, torskilinn tíðateppa...

vaknaði 5 min. fyrir tíma í dag!

Fór í einn svartan sokk og einn bleikan og var svo lúinn á líkama og sál að ég tróð bara reimunum ofan í strigaskónna og hljóp út : í lausum skóm,gatslittnum joggingbuxum og alltof víðum ''Vínbúðin'' bol af systur ömmu minnar. Þegar út var komið sá ég að allt var farið til fjandans til...risavaxinntré á hlið,gamlar konur á leið í glæsibæ liggjandi dauðar í pollum og illalyktandi kassabörn á lausagangi... það hafði víst verið einhver vindhraði um nóttina sem mælst hafði á ljóshraða, sá alversti verðurofsi í skammtímaminni Englanddrottningar! En sem betur fer þá hafði hann gengið niður er ég átti leið mína í skólann...en ''eftirmálin'' lét ekki á sér standa.

Þarna húkti ég á einhverri umferðareyju frá Tjernóbíl hliðiná einhverjum álíka ófríðum 13 ára gömlum úthverfishórum í bleikum joggingölum með 4 stykki óþarfabörn í Leikbæjarkerrum...öll í ljótum fötum í yfirstærð. ''Skítur'' hugsaði ég, ''ætlar þetta heimska umferðarljós ekki að gefa mér grænt á lífið?!'' Um leið og ég segi þetta skiptist úr rauðu yfir í ....grænt...hefði maður haldið en nei! Yfir í gult svo aftur rautt. Ég, eins og ég sagði var guðdómlega nývaknaður og hleip 3 skref útá götu en þegar ég sé tveggja hæða almenningsvagninn nálgast mig óðfluga þá geri ég mér grein fyrir hva sé að gerast. Eitthva ógeðis Tinu Turner baul kemur úr iðrum mínum og ég ákveð að nú sé að hrökkva eða stökkva í orðsins fyllstu merkingu. STÖKKVA! En í einhverjum flækingi þá hafði...og svipað hefur komið fyrir mig svo oft áður... önnur reimin komist einhvernvegin upp úr skónum mínum og ég stíg auðvitað á hana og lendi í án gríns með túlan í drullupolli. Ég eins og svooo oft áður vildi allllsss ekki feisa lífið á coolinu svo í stað þess að þurka framan úr mér saurinn og brosa framan í vindinn (því jú einu vitnin af þessu atviki var bara eitt sett af illa vöxnum útjaðrarskækjum á leiðinni að selja misheppnuð börn sín á tombólu!) heldur byrja að hlaupa, á svipinn eins og ekkert hafi gerst og ég sé nýbúinn að átta mig að ég sé ógeðslega seinn á fund með manni sem ætlar að láta mig fá lifrina sína FRÍKEYPIS + kippu af bjór.... Auðvitað hefur þá hin reimin í þessum hamagangi náð að losa sig úr hinum fótbúnaðinum og ég auðvitað aftur hrassa og dett en með meiri stæl í þetta skiptið því núna næ ég að lenda í sætinu í næsta strætóskýli....þar sem ég svo sat næstu 20 min. með skömmina í brókinni, i-Poddann í hlustum,aur og drullu í restinni og lítið tár í auga!


Komst svo að því að ég ruglaði saman dögum í stundaskránni.


Over and Out

Toni Togstreita

No comments: