Monday, September 04, 2006

United (93) we´ll defeat them!

Var á United 93 í gær og ætlaði sko að blogga um hana í gær en var í of miklum andlegum hrærigraut eftir hana að ég hefði bara farið hamförum og hent tölvunni útí garð eða eitthvað. Allavega þá hugsaði ég bara með mér''nei Antoine...þú verður að hafa stjórn á þér ...þú verður að blogga um myndina þegar þú vaknar á morgun!!!'' og svo fór að upp í rúm...segi ekki að sofa því svoleiðis var sjokkið mikið eftir myndina að ég lá andvaka í 3 tíma!

Hinsvegar þegar ég vaknaði í morgun ...hmm..eða kl 14:13 þá var nú aðeins búið að renna af mér tilfinningagrauturinn og ég fór að hugsa um myndina á annan hátt. Eitt það sem mér finnst nú skrítnast við myndina er það ... að farþegarnir í myndinni höfðu allt í einu fattað það að þau væru öll hvort sem er að fara að deyja að þá væri eins gott að deyja hetjulega og stöðva hryðujuverkamennina frá því að lenda á Hvíta húsinu og drepa enn fleiri. Svo þau fara öll að finna vopn og allir eru grennjandi og þau plana og plana og plana og allan tímann meðan þau eru að plana þá er auðveldasta lausnin beint fyrir framan þau... eða öllu heldur aftan þau! Helvítis hurðin! Í staðin fyrir að finna alla tiltæka smjörhnífa,slökkvutæki og sjóða vatn í potta til að sigrast á djöflunum þá hefðu þau bara getið opnað hurðina og látið allt heila klabbið sogast út í móa!...en neiii! Þau urðu að taka Hollívúúd á þetta og leika Rambóa. Og þá fór ég meira að hugsa...hmmm... hvernig veit fólkið eða öllu heldur leikstjórinn hvað gerðist nakvæmlega í vélinni. jú það er vitað að þau hringdu flest (þeir sem voru á 1. farrými) í ættingja sína en allur þessi hetjuskapur...eins og hann var sýndur í myndinna efast ég um að hefi gerst svona. Er verið að ýta undir þjóðarátak í Ameríku...sameinuð stöndum ver móti hryðuverkamönnum...eða öllu heldur Aröbum! United (93) we stand! Mér fannst hryðjuverkamennirnir algjörlega málaðir sem skrattinn upp á vegg. Það var ekkert sýnt hvaðan þeir komu, hvaða heilaþvott þeir fengu í píslavottabúðunum í Afganistan og svo þá þjálfun í Þýskalandi fyrir flugránið. Það var eins og saga Arabana skipti ekki máli...það sem þeir gerðu var óútskýranalegt...eða kannski var það alveg skýranlegt..kannski var alveg hægt að skýra út afhverju þeir gerðu þetta hefði leikstjórinn ákveðið að byrja myndina kannski 2 árum fyrr í stað þess að byrja myndina löduhægt og sýna fólk á gangi á flugvöllum og karla í flugstjórnunarklefum og þeirra daglega líf fyrstu 60 min af myndinni. En svo er það það.... ef leikstjórinn hefði fókusað meira á hryðuverkamennina og einning sýnt hetjuskap þeirra(að deyja fyrir málstað Allah er talinn vera hetjuskapur í Múhameðstrú..Islam)hefði Universal Pictures sýnt myndina?Hefði það komið sér vel fyrir amerísku ríkisstjórnina?

Veit ekki alveg hvað ég á að halda eða hvað ég er að skrifa...en mér fannst myndin sjálf frábærlega góð og vel gerð þó ég hefði viljað að sjá eitthvað af bakgrunn þeirra ''seku''


Toni Talíbani

1 comment:

Anonymous said...

top [url=http://www.c-online-casino.co.uk/]uk casino online[/url] hinder the latest [url=http://www.realcazinoz.com/]online casino[/url] manumitted no store hand-out at the leading [url=http://www.baywatchcasino.com/]casino games
[/url].