Saturday, October 14, 2006

Shaun

var búinn að skrifa og skrifa um lífið,tilvernuna,dauðann og hvað það þyrfti oft eitthvað hræðilegt að gerast í lífi okkar til að við myndum átta okkur á því að meta það sem við höfum..en svo ákvað hún Della(tölvan mín) að kúka á batteríið sitt og fara í kóma.

En í grófum dráttum þá var ég bara að lýsa því fyrir ykkur 3 sem komið á síðuna mína að þetta er búið að vera mjööög erfið vika andlega ..og líkamlega. Málið er það að góður vinur okkar hérna lést í svefni í vikunni og er þetta búið reyna á okkur á allan hátt og almenn sorg ríkir hér á bæ þar sem hann var æskuvinur sumra hér. Minningarathöfn var haldin niðrí skóla í gær sem var það fallegasta sem ég hef séð. 300 kerti við vatnið og,blankalogn og stjörnubjart og svo slepptum við 99 rauðum blöðrum upp í loftið sem við höfðum fest á persónulegar lokakveðjur á.Uppáhaldslagið hans var 99 luftbaloons var spilað á meðan....grátbroslegt.

En fyrir utan þetta þá er enn mikið að gera í skólanum en þar sem að hann var einnig í miklu uppáhaldi hjá kennurunum þá höfum við bara verið að taka mjög létt á því í vikuni.

Ég elska ykkur öll og segi ykkur það ekki nógu oft...eins og ég sagði..svona hlutir eiga ekki að þurfa að gerast svo við áttum okkur.Við vitum aldrei hver fer næst


Kv Antoine

No comments: