Tuesday, April 25, 2006


Eins og ég sagði svo skírt og vel frá í seinustu viku á seinasta bloggi þá var einskonar þema/lagningadagavika þar sem fólk gat valið sér prógröm að kynnast við þeirra hæfi(1.mynd sést Keda velja sér work shop sem hæfir hennar getu og hugsun) Þetta var einstaklega gaman og lærðum við öll ofboðslega mikið um aðra kúltúra og leiklist frá öðrum löndum.(2.mynd Toni með líkani af mannslíkama til að sýna föt í verslun eða til að máta föt á)

Á fimmtudaginn ákváðum félagar (Keda og Toni) að kveikja enn meira gaman hjá samherjum vorum í bekknum og ákváðum að setja saman í svosem eitt gott glóðarsamkvæmi eða grillveislu. Þessu var vel fagnað þar sem sama dag hafði verið góður hiti í veðrinu og í kroppum vorum sökum ýmissa verklegra work shoppa (MTV Street Dance og ''lærðu Brecht tækni á 90 min'')sem sum okkar höfðum valið þennan blíðsumarsdag .Við steiktum Hawaiiíska hamborgara að hætti Ástrala en átti hún Ro frá Eyjaálfunni góðu heiðurinn af þessum ótrúlegu gómsætu borgurum sem einmitt má sjá ásamt meðlæti á 3.mynd.
Í grillteitinu var mikið hleigið og mikið talað um málefni listar og hversu æðislegt væri að vinna með hinum og þessum í bekknum...þetta venjulega fylleríshjal sem vill oft spinnast upp í fallegan,hlóðan grátur vegna fagurleika,hita,óraunveruleikatilfinningna en þá aðalega vegna ölvunnar. En þetta var fjörugt kvöldog allir í góðum gír.

Um fimm leyti næsta dag (föstudag) var svo haldið í annað teiti...en var þá verið að halda upp á að Þemavikan væri búin.Ekki það að hún hafi verið það leiðinleg að einhver hafi fundið sig knúinn til að halda upp á að leiðindin væri búinn..þið vitið hvað ég meina. Eins konar uppskeruhátíð.


Hér sést Toni á leið í teiti í feiknagóðum gír

Daginn eftir teitið vaknaði ég í agalegri andlegri fátækt af sökum geysimikillar þynnku en þá mun ég hafa kæst er ég steig útí sólbaðaðan aldingarðinn minn þar sem biðu mín álíka skrautlegir vinir bíðandi með nýskorna ávexti sem svo losuðu um þynkuna í miðstöð taugakerfis míns sem seinna skilaði sér í fljótandi formi á snyrtingu á knæpu einni í London.




Eftir þessa ávaxtaveislu sem samanstóð af 4 treggáfuðum listanemum var haldið í lítinn bæ er berið nafnið Bromley þar sem fóru fram ýmis fatakaup fyrir afmæli Bjarganna síðar um kvöldið.


Ég á leið til Bromley í tvísýnu ástandi


En svo um kvöldið fór ég svo til Bjargana í mergjað partý.
Þessar myndir eru prófun á nýrri tækni sem ég hafði ekki gert mér grein fyrir að væri til staðar þar sem hún var það ekki á gamla 90´s blogginu mínu. Vona að ykkur líkar það vel og endilega látið vita hvað ykkur finnst um þetta allt saman því breytingar geta oft tekið á andlegu hliðinni.


fyrstu myndirnar eru í vitlausri röð en ef þið teljið ykkur góðum gáfum gædd þá ættuð þið að fatta þetta!

No comments: