Friday, April 28, 2006

''Þín fyrstu tár, þín fyrstu skref, þín fyrsta FRUNSA!''

Já takk fyrir ÖLL frunsuráðin!
Ég átti bara í erfiðleikum með að flokka ráðlin í stafrófsröð..svo mörg bárust inn!
Nei! Djók! Nú er Toni að vera kaldhæðin og gráglettinn. Því það bárust nákvæmlega engin ráð. Fólk er kannski ekki alveg að gera sér fyrir því hvað hefur gerst? Það er nú bara þannig að frunsan sem situr rétt milli nefs og vinstri, efrivarar hefur haft vinningin. Og það að ég skuli enn kalla þetta frunsu! ahah þvílýkur vitsmunaskortur!Því bölvaður áblásturinn hefur sótt svo veðrið í sig að engu er lýkara en helvítið sé lifnað við og komið langleiðina á það að fæða aðra andskotans frunsu, svona til félagsskapar í komandi elli. Já ég segi elli því ég sé ekki fram á annað (þar sem engin ráð bárust mér) að plága þessi ætli sér ekki eitt eða neitt nema þá kannski í ferðalag um allt andlit þar sem hver afkomandinn af öðrum ungar úr sér sambærulegu ógeði!



<--ÞESSU ER ÉG AÐ MISSA AF!!!

Já og þar sem frunsumerin hefur unnið þessa orustu ,og um leið unnið mér óverk mikið, þá sit ég hér einsamall á FÖSTUDAGSKVELDI, búinn að afbjóða mig í þessi fílelfdu partý sem mér hafði verið boðið í.Því hver vill fá hringjarann í Notre Dam eða þetta afskræmi sem ég er einmitt núna í partý til sín. Ekki myndi ég vilja það!
Svo nú sit ég einn heima og vil ég undirstrika á FÖSTUDAGSKVÖLDI, sitjandi í ljóta græna flaulsófanum, borðandi kalda pizzu frá því í gær,hlustandi á ''Í Reykjavíkurborg''...en þar segir einmitt ''Koma tímar koma ráð'' . Ekki að sá texti eigi kannski vel við akkurat núna því ekki fékk ég nein frunsuRÁÐ nema þá kannski frá Rutlu sem sagði mér að bera á melluna tannkrem og það gerði ég en það olli mér einungis brunakenndum sársauka og aukinni útbreiðslu beljunar. En takk samt Ruta mín. Þetta virkar líkast til sem skildi ef maður notar Collgate.

Annars er ég að pæla að fara að sofa þar sem akkurat núna lít ég svona út!:

nema kannski að ég er ekki dökkhærð kona,nota linsur og ekki svona ógeðslega yfirborðskenndur og ósamkvæmur sjálfum mér að þykjast finnast það cool að hafa svona ógeð framaní mér!

Thanx guys!

Toni Trippatróða

No comments: