Saturday, June 24, 2006

Í nafni Frægðar, Frama og Fjarlægðra landa

VÁ!

Mikið er þetta skrítið. Fyrsta árið búið. Fyrsta árið af langþráðum draumi búið og bara 2 ár eftir!Soldið skrítið en þessir 10 mánuðir voru svo snöggir...eiginlega alltof snöggir að líða.


Lokasýningin var geggjuð...hafa vinir og ókunnugir verið að segja mér hægri vinstri. Fólk fokking dýrkaði hana og mér er alveg sama þótt ég segi sjálfur frá því hún var það og við anskotinn hafi það áttum það skilið að afreka frábæra sýningu eftir brjálað strit og púl frá níu til níu alla daga vikunar í fimm vikur!Nemendur og aðrir gangandi menn sögðu almennt að þetta hefði verið ein besta sýning á árinu og að leikurinn hefði verið betri en sá leikur sem við má búast af mörgum útskrifuðum nemendum! Vááá ég var í svo mikilli sigurvímu og spennusjokki eftir lokasýninguna í gær að eftir seinasta atriðið og eftir að við yfirgáfum sviðið við mikil fagnaðarlæti fulls sal þá hljóp ég einn niður að vatni og íhugaði um komandi framtíð sem virtist, í sigurvímunni ansi björt! Hahaha hljómar kannski skringilega en þetta er búið að vera svo mikið stress og svo allt allt öðruvísi og stærra en það sem maður hefur verið að gera heima á Íslandi að smá íhugun eftir án efa bestu sýningu sem maður hefur leikið í er ekkert annað að skinnsamlegur hlutur!

En núna verður maður að snappa sig back á jörðina því þetta var eins og ég segi bara fyrsta lokasýning eftir fyrsta árið og 2 ár eftir og nóg eftir að læra og ég hlakka bara til!

Elska ykkur og vonandi mun ég hitta sem flest ykkur í kvöld!

Er að fara að drífa mig að pakka og svo upp á flugvöll!

Kv Toni Tortíming

No comments: