Sunday, August 20, 2006

Amma Salou og Barcetryllingur!

vá! vá! og JÁ! HVAÐ Það var stórkostlegt úti á Barce! Eins og glöggir lesendur átta sig kannski á...eða öllu heldur þessir 2 sem lesa þetta FJÁRANS blogg þá hef ég komið heim viku fyrir áætlaðan tíma því annars hefði ég eitthvað verið einn á ráfi um stórborgina...sem hefði nú kannski alveg verið gaman.

Úti var geggjað veður og Saloudjamm(Amma Salou býr í samnefndum strandbæ og er útbrunnin guide sem varð eftir á Spáni sökum sólar/drykkju og vöðvastæltra strandverða) út í gegn! Nú hef ég ákveðið að fara í afvötnun ...allavega fram að laugardag. Krakkarnir sem voru útí voru líka helgóð á því og það var magnað að fá að kynnast þeim betur. Takk :Tybbi,Sól,Siggi,Ólöf og Sigga..Sigga fyrir að hýsa okkur í litlu íbúðinni og að vera klikk!

Það gerðist svo mikið og svo margt að ég get eiginlega ekki ritað það niður hérna...plús það að ykkur myndi sjálfsagt blöskra. En eitt get ég sagt ykkur að ég keypti myndavél næstsíðasta daginn minn úti svo einhverjar eru myndirnar en þó fáar og flest allar teknar þegar við erum helluð eða í þynnkugalsa svo afsakið gæðin.

En ég lofa að vera betri að blogga hérmeð ...einnig þar sem sumrið er búið og nú hefst alvaran (skólinn) enn á ný.
PS. fékk 8.6 í meðaleinkunn yfir árið eða high two/one...frekar skrýtið einkunnarkerfi þarna úti.Er alveg frekar mikið ánægður með það!

HEIII! er farinn að bera á mig...blikk blikk Barcekrakkar!

tjékkið á myndunum!

lifið sæl!

Toni Tryllingur!

No comments: