Wednesday, May 17, 2006

Hjólastólaleikstýran

Jæja þið segið það. Það er rigning og læti úti og hér sit ég inni að lesa ''Attempts on Her Life'' eftir Martin Crimp því 2. árs leikstjórar eru að fara að að leikstýra okkur næsta eina og hálfa mánuðinn. Fékk að vita leikhópinn minn og hvaða leikstjóra ég hafði fengið.Mjög sterkur hópur en leikstjórinn er í HJÓLASTÓL!!! ...shit er ekki að meika það! Nei nei grín ... ég ætla að vera geggjað duglegur að ýta henni um skólann á morgun því á morgun verður kastað í hlutverk

Í fyrra dag komu Erla,Pétur,Björg frænka og Halli og gistu í eina nótt. Þau voru búin að ferðast mjög mikið þannig að það var bara tekið chillkvöld þar sem var borðaður góður matur og drukkinn kaldur bjór. Ótrúlega næs og við spjölluðum og fórum svo í einn fjandi góðan svefngalsa þar sem var hlegið af einstaklega hnitmiðuðum commentum frá Tobba ásamt fleiru.

En heii nú verð ég að fara að lesa leikritið og svo kannski kem ég mér enn meira í mjúkinn og splæsi ég í eina smurolíu fyrir hjólastólinn!

Kv Toni Trilljón

No comments: